Þú ert hér://,,þú ert okkar Astrid Lindgren og Tove Jansson“ – Guðrún Helgadóttir hlýtur Sögusteininn, heiðursverðlaun IBBY á Íslandi

,,þú ert okkar Astrid Lindgren og Tove Jansson“ – Guðrún Helgadóttir hlýtur Sögusteininn, heiðursverðlaun IBBY á Íslandi

Guðrún Helgadóttir hlaut í dag Sögusteininn, heiðursverðlaun IBBY á Íslandi fyrir framlag hennar til íslenskra barnabókmennta. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Guðrúnu verðlaunin í Hörpu og um leið og hann þakkaði henni fyrir allar bækurnar sem hún hefur gefið þjóðinni lét hann þessi sönnu orð falla: ,,þú ert okkar Astrid Lindgren og Tove Jansson.

Heiðursverðlaunin sækja nafn í gamla þjóðsögu um töfrastein sem gat sagt þeim endalausar sögur sem var svo heppinn að finna hann. Þau eru veitt á nokkurra ára fresti til þeirra sem hafa með höfundarverki sínu lagt hvað mest af mörkum til að auðga og efla íslenska barnamenningu.

Guðrún hefur glatt bæði unga lesendur og aldna frá því að fyrsta bókin um Jón Odd og Jón Bjarna kom út árið 1974. Síðan hefur hún sent frá sér fjölda bóka og annarra verka sem glatt hafa hjörtu bæði barna og fullorðinna.

Sögusteinn IBBY 2018

2018-04-30T10:29:26+00:0022. apríl 2018|