Kristof Magnusson

Þýðandi íslenskra bókmennta í Þýskalandi verðlaunaður fyrir framúrskarandi þýðingar

[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_3″ last=“no“ spacing=“yes“ center_content=“no“ hide_on_mobile=“no“ background_color=““ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ background_position=“left top“ hover_type=“none“ link=““ border_position=“all“ border_size=“0px“ border_color=““ border_style=““ padding=““ margin_top=““ margin_bottom=““ animation_type=““ animation_direction=““ animation_speed=“0.1″ animation_offset=““ class=““ id=““][fusion_imageframe lightbox=“no“ gallery_id=““ lightbox_image=““ style_type=“none“ hover_type=“none“ bordercolor=““ bordersize=“0px“ borderradius=“0″ stylecolor=““ align=“none“ link=““ linktarget=“_self“ animation_type=“0″ animation_direction=“down“ animation_speed=“0.1″ animation_offset=““ hide_on_mobile=“no“ class=““ id=““] [/fusion_imageframe][/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“2_3″ last=“yes“ spacing=“yes“ center_content=“no“ hide_on_mobile=“no“ background_color=““ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ background_position=“left top“ hover_type=“none“ link=““ border_position=“all“ border_size=“0px“ border_color=““ border_style=““ padding=““ margin_top=““ margin_bottom=““ animation_type=““ animation_direction=““ animation_speed=“0.1″ animation_offset=““ class=““ id=““][fusion_text]Hinn íslenskættaði rithöfundur og þýðandi, Kristof Magnusson, hlaut á dögunum hin virtu þýðingarverðlaun Rowohlt-stofnunarinnar fyrir þýðingar sínar á íslenskum bókmenntum. Samkeppnin um verðlaunin er hörð, verðlaunin sem um ræðir nema 10.000 evrum og geta fallið í skaut þýðenda sem þýða úr öllum öðrum tungumálum en ensku. Hlutfall þýddra bókmennta á þýskum markaði er með því hæsta sem gerist í heiminum og því felst í þessu mikil viðurkenning fyrir Kristof.

Kristof Magnusson hefur þýtt fjölda íslenskra rithöfunda á þýsku og kynnt íslenskar bókmenntir í hinum þýskulmælandi heimi. Í umsögn dómnefndar var sérstaklega tekið til þess hve fjölbreytt þau verk eru sem Kristof hefur fært í þýskan búning, en af þeim má nefna Grettissögu og Íslenskan aðal eftir Þórberg Þórðarsson og verk nútímahöfunda eins og Einars Kárasonar, Hallgríms Helgasonar, Sigurbjargar Þrastardóttur og Auðar Jónsdóttur.

Stjarna þessara höfunda rís hátt í Þýskalandi þessa dagana, þökk sé ekki síst þeirra góða þýðanda. Auður Jónsdóttir verður í sérstakri Íslandsdagskrá vegna opnunar á nýju óperuhúsi í Hamborg, Elbfílharmóníunnar. Þar munu hún og Halldór Guðmundsson ræða saman um íslenskar bókmenntir. Ljóst er að áhugi á efninu er mikill því löngu er uppselt á viðburðinn.[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

INNskráning

Nýskráning