Sigrún Eldjárn og Ragnheiður Eyjólfsdóttir

Tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019

Sigrún Eldjárn og Ragnheiður EyjólfsdóttirSigrún Eldjárn og Ragnheiður Eyjólfsdóttir eru tilnefndar fyrir Íslands hönd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019, í flokki barna- og ungmennabóka, fyrir bækurnar Silfurlykilinn og Rotturnar. Þetta var tilkynnt í Norræna húsinu í dag. Fjórtán norrænar barna- og ungmennabækur eru tilnefndar til verðlaunanna.

Sigrún Eldjárn er margverðlaunaður barnabókahöfundur og myndskreytir en hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018 fyrir Silfurlykilinn, spennandi sögu um ráðagóð systkini, dularfulla stelpu í leit að einhverju mjög mikilvægu og ferðalag sem enginn veit hvar endar.
Rotturnar er þriðja bók Ragnheiðar Eyjólfsdóttur og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018. Fyrsta bók hennar, Arftakinn, hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2015 og Bóksalaverðlaunin í flokki ungmennabóka og framhaldið, Undirheimar, fékk Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2017.

Handhafi verðlaunanna verður kynntur þann 29. október í Stokkhólmi í tengslum við þing Norðurlandaráðs.

INNskráning

Nýskráning