Þú ert hér://Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis

Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis

Magnús Þorkell Bernharðsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Á myndina vantar Hörð Kristinsson.

Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis, fé­lags höf­unda fræðirita og kennslu­gagna, voru kynntar fyrir stuttu. Forlagið á tvær bækur á meðal þeirra tíu sem tilnefndar eru; Mið-Austurlönd – fortíð, nútíð og framtíð eftir Magnús Þorkel Bernharðsson og Flóra Íslands, blómplöntur og byrkningar eftir þau Hörð Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóru Ellen Þórhallsdóttur.
Í um­sögn viður­kenn­ing­ar­ráðsins segir um Mið-Austurlönd: Sérlega aðgengileg og fræðandi bók um nútímasögu Mið-Austurlanda, sögu- og menningarlegt samhengi nýliðinna viðburða og togstreitu milli heimshluta. Og um Flóru Íslands segir: Einstakt bókverk þar sem framúrskarandi fræðimennska, væntumþykja fyrir viðfangsefninu og listræn útfærsla mun sameina kynslóðir í lestri.
Forlagið óskar höfundum innilega til hamingju með tilnefningarnar.

2019-01-25T12:12:15+00:0025. janúar 2019|