Höfundur: Pálmi Ingólfsson

Í þessari bók eru minningar alþýðustúlku frá barnmörgu heimili í Út-Garði í námunda við Garðskagavita. Sagan nær frá því hún fæddist árið 1917 og þar til hún giftir sig árið 1948, þá 31 árs.

Hún lýsir á lifandi og skemmtilegan hátt æsku sinni og uppvexti. Margt drífur á daga hennar og eru margar skemmtilegar frásagnir í bókinni. Hún hleypir heimdraganum snemma og fer í vist 10 ára gömul og næstu árin er hún að mestu að heiman öll sumur. Hún kostar sig sjálf til náms á Kvennaskólanum á Blönduósi. Þar er hún veturinn 1936-1937 og svo hálfan vetur 1938-1939.

Hún vann á ýmsum stöðum á landinu, m.a. sumarið 1941 á Reyðarfirði á matsölu sem rekin var fyrir breska hernámsliðið, en síðustu árin áður en hún gifti sig vann hún í Reykjavík í verslun Alþýðubrauðgerðarinnar í Bankastræti. Það er fremur létt yfir þessum endurminningum og fleiri frásagnir af skemmtilegum atburðum en leiðinlegum.