Þetta ævintýri kom fyrst út á hljómplötu árið 1984 en sagan fylgdi með í bókarformi. Þetta var fyrsta bók Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar ætluð börnum og fyrirrennari margra viðameiri sagna úr smiðju hans.

Tónlistina sömdu Bergþóra Árnadóttir og Geir-Atle Johnsen. Á sínum tíma var einnig gerð sjónvarpsmynd við söguna og hún var sviðsett af Symre Musikk Teater í Noregi 1985. Hér kemur ævintýrið út öðru sinni og nú í lestri höfundar, en tónskreytt með upphaflegum hljóðritunum á Nykursöngvunum.

Nykursöngvar-flytjendur: Bergþóra Árnadóttir: söngur/raddir; Aðalsteinn Ásberg: söngur/raddir; Geir-Atle Johnsen: söngur/raddir, gítar, píanó, kontrabassi; Gísli Helgason: blokkflautur, melódíka, raddir; Helgi E. Kristjánsson: gítar, rafbassi, skellitromma; Steingrímur Guðmundsson: trommur/slagverk; Tryggvi Hübner: gítar; Ólafur Þórarinsson: slagverk.

ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókina má kaupa á geisladiski (CD eða Mp3) sem sendist í pósti en einnig sem streymishljóðbók (Streymi) sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur í streymi.

Hljóðbókin er 40 mínútur að lengd. Höfundur les.