Höfundur: Valgerður Þóroddsdóttir

Valgerður Þóroddsdóttir er útgefandi forlagsins Partusar og einn stofnandi seríunnar Meðgönguljóða. Eftir hana hafa birst ýmiss konar textar í safnritum, dagblöðum, veftímaritum og útvarpi, erlendis og hérlendis. Árið 2014 var hún tilnefnd fyrir hönd Íslands til New Voices verðlaunanna á vegum PEN, alþjóðasamtaka rithöfunda.

Það sem áður var skógur er hennar fyrsta sjálfstæða ljóðabók.

„Má lesa þau sem tímamótaljóð – hér er söknuður, en einnig eftirvænting, óendanleg eftirvænting sem vex, eins og segir í einu ljóðanna, auk þess sem hér eru ástarljóð og ljóð um skáldskapinn. Í raun þetta allt í bland, enda kannski fátt jafn tengt og skylt og skáldskapur, eftirvænting, söknuður og ást.“
- Jórunn Sigurðardóttir um ljóðabók Valgerðar í þættinum Orð um bækur