Þegar siðmenningin fór fjandans til

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Rafbók 2021 1.290 kr.
spinner
Innbundin 2015 371 6.890 kr.
spinner
Hljóðbók - streymi 2022 App 1.990 kr. Setja í körfu

Þegar siðmenningin fór fjandans til

1.290 kr.6.890 kr.

Þegar siðmenningin fór fjandans til
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Rafbók 2021 1.290 kr.
spinner
Innbundin 2015 371 6.890 kr.
spinner
Hljóðbók - streymi 2022 App 1.990 kr. Setja í körfu

Um bókina

Á árunum 1914–1918 geisaði blóðug heimsstyrjöld þar sem beitt var nýjustu tækni af mikilli grimmd og mannslíf einskis metin. Eftir langt tímabil friðar og hagsældar í Evrópu höfðu margir trúað því að slík villimennska væri óhugsandi í samskiptum menningarþjóða. Nærri 400 hermenn, fæddir á Íslandi, börðust í skotgröfum Vestur-Evrópu. Örlög margra þeirra voru átakanleg.

Ófriðurinn hafði víðtæk áhrif á lífskjör Íslendinga, stjórnmál og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þýskir kafbátar hlífðu ekki íslenskum skipum og siglingateppa vofði yfir. Um tíma óttaðist fólk hungursneyð.

Hér er saga heimsstyrjaldarinnar fyrri rakin á nýstárlegan og líflegan hátt án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum. Umfram allt er sagan þó sögð af sjónarhóli Íslendinga og efni sótt í dagblöð, sendibréf, skáldverk og fleiri íslenskar heimildir.

Gunnar Þór Bjarnason er sagnfræðingur. Árið 2012 kom út eftir hann bókin Upp með fánann! Baráttan um uppkastið og sjálfstæðisbarátta Íslendinga. Hún fékk einstaklega góðar viðtökur, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Einnig hlaut hún Menningarverðlaun DV í flokki fræðirita.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 12 klukkustundir og 24 mínútur að lengd. Kolbeinn Arnbjörnsson les.

* * * * *
„Þegar siðmenningin fór fjandans til, eftir Gunnar Þór Bjarnason, er ágætis eins bindis verk um stríðið sjálft, en verðmætin felast þó fyrst og fremst í íslenska vinklinum sem varla hafa verið gerð jafn góð skil … samfelldan og skemmtilegan texta … Útlit og frágangur eru til fyrirmyndar, ekki síst vegleg heimildaskrá sem gerir bókina handhæga jafnt sem áhugaverða.“
Valur Gunnarsson / DV

„Bók Gunnars er vel unnin og yfirgripsmikil frásögn um stríðsárin fyrri. Það er líklega stærsti kosturinn hvað bókin er aðgengileg … Gunnar er góður penni, hann býr yfir fjölbreyttum orðaforða og glæðir textann lífi þannig að lesandanum líður ekki eins og hann sé að lesa fræðirit … Hér er á ferðinni áhugaverð innsýn í tilveru Íslendinga á ófriðartímum fyrir 100 árum þar sem virkilega er vandað til verka og áhugafólk um íslenska sögu og sagnfræði ætti ekki að láta þessa fróðlegu bók framhjá sér fara.“
Tinna Eiríksdóttir / Sirkústjaldið

Um síðustu bók höfundar, Upp með fánann!
„… afar vel heppnað verk … Auk þess er textinn firnavel skrifaður.“
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði

„… fagnaðarefni fyrir alla sem áhuga hafa á íslenskri sögu og stjórnmálasögu sérstaklega. Hún er vönduð að öllum frágangi, höfundi og útgefanda til sóma.“
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra

„Merkisbók um merkistíma.“
Egill Helgason, sjónvarpsmaður

Tengdar bækur

1.490 kr.5.990 kr.
Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918
699 kr.
Stríðið mikla
1.290 kr.
Upp með fánann
990 kr.
1.999 kr.
1.990 kr.
4.090 kr.
1.790 kr.
2.090 kr.
2.690 kr.
1.490 kr.
4.190 kr.
3.090 kr.
2.599 kr.

INNskráning

Nýskráning