Höfundur: Óskar Árni Óskarsson

Óskar Árni Óskarsson (1950) hefur um árabil verið í hópi okkar fremstu skálda. Hann er meistari smáprósans og var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir sína síðustu bók, Skuggamyndir – úr ferðalagi, sem væntanleg er á þýsku. Ljóð hans hafa borið hróður hans víða, auk þess sem hann hefur verið mikilvirkur ljóðaþýðandi, t.d. kynnti hann hækuna fyrir íslenskum lesendum.