Fjölmörg megrunarkerfi eða „kúrar“ bjóðast hverju sinni. Hin síðari ár hefur kúr sem byggist á að halda aftur af neyslu kolvetna vakið athygli og gefið fyrirheit um að hægt sé að megrast án þess að svelta.

Ásmundur Stefánsson hagfræðingur, bankastjóri og fyrrum forseti ASÍ er lifandi sönnun þess að aðferðin virkar. Ásmundur léttist um 30-40 kg án þess að þurfa að neita sér um það sem honum líkar best. Hann lífir nú heilbrigðu lífi og lundin er létt. Í þessari bók deilir Ásmundur reynslu sinni með okkur og leiðbeinir um líf með kolvetnasnauðu fæði. Guðmundur Björnsson læknir leggur til hina læknisfræðileg hlið málsins og bókinni fylgir ágrip af næringarfræði og umfjöllun um öll helstu vítamín, steinefni og fæðubótarefni. Þá er í bókarlok nákvæmur tveggja vikna matseðill með gómsætum og kolvetnasnauðum réttum í hvert mál.