Höfundar: Þorsteinn Antonsson, Sævar Marinó Ciecielski

Bók þessi byggir á skrifum Sævars Marinós Ciesielskis frá þeim tíma þegar hann sat í gæsluvarðhaldi og meðan á afplánun stóð á Litla-Hrauni. Í þeim skrifum fjallar hann um ýmsa þætti í lífi sínu, allt frá æskuárum, en stærstur hluti bókarinnar lýsir aðdraganda svonefndra Guðmundar- og Geirfinnsmála og síðan gæsluvarðhaldvist hans. Meðhöfundur bókarinnar, Þorsteinn Antonsson, vann bókina upp úr þessum fangelsispappírum í samráði við Sævar á árunum upp úr 1990 samhliða annarri um málaferlin, sem út var gefin um það leyti, en afráðið var, að sú persónulegri biði síns tíma. Sem nú væntanlega er runninn upp.