Þú ert hér://100 bestu plötur íslandssögunnar

100 bestu plötur íslandssögunnar

Höfundar: Arnar Eggert Thoroddsen, Jónatan Garðarsson

Flestir þekkja tónlistina og flytjendurna, en færri vita hvernig og hvers vegna plöturnar sem skipta okkur mestu máli urðu til. Hvað var í gangi þegar þær voru í smíðum og af hverju eru þessar hundrað plötur þjóðinni svo hugleiknar?

Jónatan Garðarsson og Arnar Eggert Thoroddsen rifja upp nokkur atvik, skyggnast á bak við tjöldin og opinbera hluti sem hafa ekki verið á margra vitorði hingað til. Fjallað er um helstu hljómsveitir og einstaklinga sem sett hafa svip á dægurtónlist okkar frá því að Bítlatíminn gekk í garð og fram til áramóta 2008. Vitnað er í plötudóma, birtar myndir af forsíðum og baksíðum hljómplatna, auk ljósmynda af viðkomandi flytjendum. Ljósi er varpað á tíðaranda og aðstæður hverju sinni, sagt frá því hvernig viðkomandi titlar hafa selst og margt annað áhugavert dregið fram í dagsljósið.

Verð 1.795 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin2282009 Verð 1.795 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: /

Eftir sömu höfunda