109 Sudoku bækurnar hafa verið langvinsælustu Sudoku-bækur landsins frá því fyrsta bókin kom út í september 2005. Bók 13 bætist nú við í þennan skemmtilega bókaflokk.

Bók 13 inniheldur 109 stórskemmtilegar Sudoku gátur í sömu fjóru erfiðleikastigum og áður. Fjöldi gáta í hverjum flokki er nú; 20 auðveldar gátur, 30 þægilegar, 30 erfiðar og 20 kvikindislegar. Í þessari bók eru einnig 9 brjálaðar Sudoku gátur; X gáta, rugl-gáta, 16×6 gátur og Samurai gátur – brot af því besta! Áskorunin verður ekki meiri!

Sudoku krefst einbeintingar og ákveðinnar rökhugsunar sem um leið skerpir hugann, bætir einbeitingu og kemru gráu sellunum á hressilega hreyfingu. Eitt ber þó að hafa í huga – leikurinn er hættulega ávanabindandi!