Þú mundir ekki vilja mæta þeim að næturþeli! Því risaeðlurnar voru engin lömb að leika sér við. Þetta voru stórvaxnar skepnur með hárbeittar klær og svakalegar tennur. Eins gott að þær ganga ekki lausar nú á tímum.Í þessari bók birtast risaeðlurnar eins og þær voru. Líflegar myndir og læsilegur skemmtilegur texti hjálpast að við að endurvekja þessar ógurlegu skepnur. Hvenær voru þær uppi, hvar bjuggu þær, hve stórar og hættulegar voru þær?