Höfundur: Illugi Jökulsson

Þeir birtust á sjónum eins og hendi væri veifað. Sumir með hauskúpufána að húni, aðrir létu byssur og sverð duga. Sögufrægar konur og karlar sem réðust til uppgöngu á skip þitt þegar minnst varði.

Bókin segir frá nokkrum svakalegustu sjóræningjum sögunnar. Hverjir voru þeir – eða þær? Hverjir voru grimmastir, hverjir rændu mest?