Þú ert hér://155 Ísland – áfangastaðir í alfaraleið

155 Ísland – áfangastaðir í alfaraleið

Höfundur: Páll Ásgeir Ásgeirsson

155 Ísland: Áfangastaðir í alfaraleið er endurskoðuð og aukin útgáfa hinnar gríðarvinsælu 101 Ísland, stórfróðleg handbók fyrir ferðalanga á nýrri öld.

Vísað er til vegar á 155 staði í alfaraleið við þjóðvegi landsins. Ýmist er lesandinn leiddur á staði sem fram að þessu hafa verið á fárra vitorði eða sýndar eru nýjar hliðar á vinsælum áfangastöðum. Bókin opnar lesandanum nýja sýn á náttúru landsins og furður hennar og bregður ekki síður ljósi á þjóðarsöguna og sérkenni þjóðarsálarinnar.

Páll Ásgeir Ásgeirsson er landskunnur fararstjóri, útivistar maður og ferðabókahöfundur. Eftir hann eru m.a. bækurnar Hálendishandbókin, Gönguleiðir, Útivistarbókin, Bíll og bakpoki og Hornstrandir.

Verð 3.990 kr.

Ekki til á lager

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda1552014 Verð 3.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

Eftir sama höfund