Höfundur: Vigfús Birgisson

22 Places you absolutely must see in Iceland er vönduð ferðabók þar sem fróðleikur og ævintýralegur myndheimur mætast. Textagerð annast Jonas Moody sem á einstaklega lifandi hátt lýsir því sem fyrir augu ber.

Bókin er sérlega skýr og hnitmiðuð en fjallað er um nafntogaðar náttúruperlur í bland við óþekktari, en ekki síður, spennandi staði sem hingað til hafa ekki ratað í ferðabækur. Ljósmyndir Vigfúsar Birgissonar prýða verkið en Vigfús hefur getið sér gott orð sem auglýsinga- og tækniljósmyndari. Bókin er hönnuð af Snæfríði Þorsteins sem hlotið hefur ótal verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín hér á landi og erlendis.

22 Places you absolutely must see in Iceland er í handhægri stærð og því er tilvalið að kippa henni með sér í ferðalagið.