Enn á ný leiðir Reynir Ingibjartsson göngufólk á forvitnilega staði sem ekki eru öllum kunnir. Hér eru 25 gönguleiðir á Snæfellsnesi, en svæðið teygir sig frá gömlu sýslumörkunum við Hítará og hringinn um Snæfellsnes, að fornum sýslumörkum við ána Skraumu milli Snæfellsness og Dala.

Í þessari fjórðu bók um náttúruna við bæjarvegginn er sagt frá  25 gönguleiðum á Snæfellsnesi, en svæðið teygir sig frá gömlu sýslumörkunum við Hítará og hringinn um Snæfellsnes, að fornum sýslumörkum við ána Skraumu milli Snæfellsness og Dala.

Leiðirnar eru ýmist við ströndina eða inn til landsins og eru mjög fjölbreyttar. Að jafnaði er gengið í hring og stundum er hægt að velja um styttri eða lengri hring. Vegalengd er frá um 2 km í 10 km.