Þú ert hér://Aðþrengd í Odessu

Aðþrengd í Odessu

Höfundur: Janet Skeslien Charles

Daría er ung, falleg og vel menntuð – en hún býr í Odessu í Úkraínu þar sem atvinnuleysi er gríðarlegt og mafíósar ráða lögum og lofum. Þegar Daría fær loks gott starf þarf hún að verjast ágengum yfirmanni og óttast brottrekstur á hverri stundu.

En svo býðst henni aukavinna hjá hjónabandsmiðlun sem sérhæfir sig í að finna úkraínskar konur handa einmana Ameríkönum og þó að hún dýrki heimaborg sína fer fyrirheitna landið að freista hennar – Bandaríkin, þar sem allt er svo frjálst og æðislegt …

Þessi fyrsta bók Janet Skeslien Charles – sem hefur verið lýst sem bræðingi Aðþrengdra eiginkvenna og Stutts ágrips af sögu traktorsins á úkraínsku – er létt og dásamlega kaldhæðin saga um vonir og vonbrigði konu sem lætur ekki kúga sig heldur er reiðubúin að fórna öllu fyrir mannsæmandi líf.

Salka Guðmundsdóttir þýddi.

Verð 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 448 2010 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

3 umsagnir um Aðþrengd í Odessu

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  Amazon.com

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Mér þykir ótrúlega vænt um bækur sem virka á mig eins og þessi gerir. Taka mig algjörlega burtu frá þeim stað sem ég er á þá stundina sem ég opna bókina og ég flýg í hausnum inn í söguna sjálfa …  bók sem ég gleymi seint, vel skrifuð … Falleg lítil bók sem fer í uppáhaldshilluna mína.“
  Kolbrún Skaftadóttir / midjan.is

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Skvísubók sem töggur er í … fínasta afþreying.“
  Árni Matthíasson / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *