Höfundur: Krista Alexandersdóttir

Að eilífu, áheyrandi er fyrsta bók Kristu Alexandersdóttur og sú níunda í seríu Meðgönguljóða þar sem efnileg skáld eru kynnt til leiks með styttri verkum.

Bókin var prentuð í takmörkuðu upplagi sem telur 200 eintök og er hver bók einstök, sérmerkt og handsaumuð.

Krista Alexandersdóttir (f. 1992) ólst upp í Reykjavík. Hún lauk  B.A. gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 2015 og stundar nú framhaldsnám í Malmö. Krista hefur áður birt ljóð og smásögur í Tímariti Máls og menningar og í safnriti ungskáldahópsins Fríyrkjunnar, II.