Natalía De la Grip er af aðalsætt og þráir að komast í lykilstöðu í fjölskyldufyrirtækinu. David Hammar, sonur verkakonu, stefnir að því að tortíma De la Grip-fjölskyldunni vegna atburða í fortíðinni.

Þegar David og Natalia hittast á hádegisverðarfundi á heitu sumri í Stokkhólmi kemur þeim báðum í opna skjöldu hve mjög þau laðast hvort að öðru. Gegn vilja sínum eiga þau saman ástríðufulla nótt sem hvorugt þeirra getur gleymt. En útilokað er að samband þeirra geti orðið lengra. Þau eru óvinir ...

Sænska ástarsögudrottningin og femínistinn Simona Ahrnstedt sló rækilega í gegn með bókinni Aðeins ein nótt, en hún er fyrsta skáldsaga hennar í syrpu ástarsagna úr nútímanum — um sterkar konur, æsileg ráðabrugg og ástarævintýri.