Áður en flóðið kemur gerist í Bangladesh. Sagan lýsir munaðarfullum heimi diplómata, svangra og bláfátækra kvenna og barna sem vinna við ömurlegan aðbúnað í fataverksmiðjum og vestrænna fjölskyldna með ung börn. Þetta er heimur þar sem framagosar og hugsjónafólk safnast saman á sama sundlaugarbakkanum og hryðjuverk, kvennakúgun, barnaþrælkun og tennisleikir eru sjálfsagður hluti af daglegu lífi.