Höfundur: Tryggvi Þorsteinsson

Í bókinni segir Tryggvi frá æsku sinni og uppvexti í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp, en þar var faðir hans prestur um langa hríð. Þá segir hann frá menntaskólaárunum í Reykjavík.

Þetta eru hugljúfar og vel skrifaðar minningar og jafnframt merkileg heimild um lífið á Vatnsfjarðarstað og við Ísafjarðardjúp á uppvaxtarárum höfundar.