Höfundur: Jodi Picoult

Anna er ekki veik, en hún gæti allt eins verið það. Aðeins þrettán ára gömul hefur hún gengist undir ótal skurðaðgerðir, blóðtökur og sprautur svo að eldri systir hennar, Kate, geti tekist á við hvítblæði sem hefur herjað á hana frá barnæsku. Hún hefur aldrei sett spurningarmerki við þetta hlutverk sitt … þar til nú að hún tekur ákvörðun sem mun splundra fjölskyldu hennar og líklega verða systurinni sem hún elskar að fjörtjóni. Bókin hefur trónað í efstu sætum metsölulista beggja vegna Atlantsála enda er hér á ferð mögnuð saga sem fjallar um áleitin siðferðisleg málefni.