Höfundur: Guðrún L. Ásgeirsdóttir

Nú rætist áratuga draumur minn um útgáfu æviminnga. Ætlunin var að hefjast handa aldamótaárið, en það dróst á langinn. Öll bréfin mín, líka þau sem ég skrifaði heim í Ás, hafa verið geymd ásamt alls kyns skjölum og eru því heimildir ærnar, jafnvel of margar. Erfitt reyndist að stytta frásögnina og lét ég því flest flakka.

Bókin Á meðan ég man nær yfir fyrstu 32 æviár mín, bernskuna, skólaárin, Evrópuferðalögin löngu, giftingu okkar Ágústs Sigurðssonar og fæðingu barnanna okkar, Lárusar og Maríu. Einnig fyrstu prestsetrin okkar hjóna, Vallanes á Völlum og Ólafsvík.

Í síðari bindum verður sagt frá árunum okkar á Mælifelli í Skagafirði, í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og á Prestbakka í Hrútafirði.