Höfundur: Guðrún L. Ásgeirsdóttir

Hér eru öll þrjú bindi æviminninga Guðrúnar L. Ásgeirsdóttur í einum pakka.

Fyrsta bindið í æviminningum Guðrúnar kom út 2015 og fjallar um fyrstu 32 æviár höfundar, bernskuna, skólaárin, Evrópuferðalögin löngu, giftingu þeirra Ágústs Sigurðssonar og fæðingu barnanna, Lárusar og Maríu.

Annað bindi Á meðan ég man kom út 2016 og fjallar um tímabilið 1972-1989, störf höfundar og fjölskyldu hennar á Mælifelli í Skagafirði og í Jónshúsi í Kaupmannahöf.

Þriðja bindið kom út 2017 og fjallar um líf höfundar og manns hennar sr. Ágústs á Prestbakka í Hrútafirði og efri árin í Vesturbæ Reykjavíkur, á tímabilinu 1989 til 2015.