Þú ert hér://Á valdi örlaganna: ævisaga Kristjáns Jóhanssonar

Á valdi örlaganna: ævisaga Kristjáns Jóhanssonar

Höfundur: Þórunn Sigurðardóttir

Kristján Jóhannsson er einn örfárra íslenskra söngvara sem komist hafa á svið stærstu óperuhúsa heimsins. Æviferill hans er markaður þverstæðum, rétt eins og maðurinn sjálfur. Þrátt fyrir frægð og frama fer því fjarri að líf hans hafi alltaf verið dans á rósum. Erfiðleikar, sjúkdómar og dauðsföll hafa veitt honum þung högg en ekkert hefur þó megnað að brjóta á bak aftur óbilandi lífskraft og þrótt þessa glaðbeitta Akureyrings.

Saga Kristjáns er einstök. Hann hefur verið feiknarlega ötull söngvari og unnið til verðlauna og viðurkenninga víða um heim, ásamt því að syngja í virtustu óperuhúsum á borð við La Scala í Mílanó og Metropolitan í New York. Þeim árangri ná aðeins afreksmenn. Nú er hann kominn heim, glaður og reifur, í faðm sinnar stóru fjölskyldu.

Verð 2.580 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 271 2010 Verð 2.580 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkur:

Eftir sama höfund