Þú ert hér://Af heilum hug: rætt við eldhugana Jónu Hrönn Bolladóttur og Bjarna Karlsson

Af heilum hug: rætt við eldhugana Jónu Hrönn Bolladóttur og Bjarna Karlsson

Höfundur: Björg Árnadóttir

Hjónin og prestarnir Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir eru lífsglaðir húmoristar, eldheitt trúfólk og einlægir jafnaðarmenn. Bæði hafa frá æskuárum tekið þátt í kristilegu starfi og miðlað hugsjónum sínum, trú og orku til annarra. Um sjö ára skeið deildu þau gleði og sorgum með Vestmannaeyingum og þar mótaðist sýn þeirra á sálgæslu og safnaðarstarf. Síðan lá leiðin til höfuðborgarsvæðisins þar sem þau þjóna nú bæði, hvort í sinni sókn, en jafnframt hafa þau tekið virkan þátt í félags- og stjórnmálum og barist fyrir réttlæti á vettvangi samfélagsins.

Hér segja þau af hjartans einlægni frá sjálfum sér, viðhorfum sínum, lífi og trú. Þau hafa í starfi sínu tekist á við mótlæti og sorg, en jafnframt notið velgengni – en leiðarljósið er ávallt kærleikur og lífsins gleði.

Björg Árnadóttir, myndlistarkennari, blaðamaður og menntunarfræðingur, skráir sögu þeirra.

 


Verð 3.100 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 273 2011 Verð 3.100 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkur:

3 umsagnir um Af heilum hug: rætt við eldhugana Jónu Hrönn Bolladóttur og Bjarna Karlsson

 1. Kristrun Hauksdottir

  „Dýrðleg hjón og dýrindis lesning. Loksins veit ég hvað ég ætla að verða þegar ég er orðin stór! Séra Hera verður það heillin.“
  Hera Björk söngkona

 2. Kristrun Hauksdottir

  „Fátt er jafn aðdáunarvert og þegar fólk rís upp til að berjast fyrir réttlæti öðrum til handa. Í þessari bók mætir okkur einmitt slík réttlætiskennd, en auk þess hlýja, húmor, mannúð og skilningur, sem byggist á mikilli reynslu. Bókin á erindi við alla.“
  Bergþór Pálsson söngvari

 3. Kristrun Hauksdottir

  „Einstök og hrífandi ástarsaga. Jóna Hrönn og Bjarni eru ein af gersemum Íslands.“
  Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *