Þetta er fjórða bókin um afa ullarsokk, þennan skemmtilega karl, og allt fólkið í kringum hann. Hér segir frá einkennilegum atvikum sem barnshugurinn á auðvelt með að breyta í ævintýri. Furðuleg fjölskyldubönd og sérkennilegar manngerðir birtast ljóslifandi í fjörlegri frásögn. Hér togast á sælustundir og erfið augnablik þar sem viðkvæmar sálir kljást við gleði og sorg en öll frásögnin er vafin einstakri hlýju sem lætur engan ósnortinn.