Höfundur: Raina Al-Baz

Þegar ein þekktasta sjónvarpskona Sádi-Arabíu, Rania Al-Baz, bað eiginmann sinn um að slá sig ekki svaraði hann: „Ég ætla ekki að slá þig, ég ætla að kyrkja þig.“ Eiginmanni Raniu tókst ekki ætlunarverk sitt. Hún lifði af hrottalegar misþyrmingar hans þrátt fyrir spá lækna um hið gagnstæða. Hann afskræmdi hins vegar andlit hennar sem var nánast óþekkjanlegt eftir árásina. Í magnþrunginni frásögn segir Rania frá lífshlaupi sínu, aðdraganda ofbeldisverknaðarins sem breytti lífi hennar og baráttu hennar fyrir bættri stöðu kvenna í Sádi-Arabíu.

Auður S. Arndal þýddi