Höfundur: Timur Vermes

Adolf Hitler vaknar einn góðan veðurdag árið 2011 í almenningsgarði í Berlín eftir að hafa sofið frá árinu 1945. Hann veit ekkert hvað hefur gerst í millitíðinni en hyggst halda sínu striki hvað sem á dynur. Allir sem á vegi hans verða telja að hér sé snjall leikari á ferð og hann vekur hvarvetna hrifningu fyrir sannfærandi gervi og ótrúlega innlifun í hlutverk Foringjans. Fljótlega kemst hann í kynni við framleiðendur skemmtiþáttar í sjónvarpinu og fær þar tækifæri til að láta ljós sitt skína. Hann slær í gegn og myndskeið með ræðuhöldum hans slá öll áhorfsmet á YouTube. Leiðin virðist greið á ný …

Háðsádeilan um Hitler í nútímanum kom út í Þýskalandi árið 2012 og er orðin að margfaldri metsölubók þar og víðar. Timur Vermes er fæddur árið 1967 í Nürnberg og Aftur á kreik er hans fyrsta skáldsaga.

Bjarni Jónsson þýddi.