Njörður P. Njarðvík er doktor í íslenskum bókmenntum og hefur verið prófessor við Háskóla Íslands í allmörg ár. Seinni árin hefur Njörður auk kennslu og ritstarfa verið í forystu í SPES, alþjóðlegrar barnahjálpar sem rekur heimili fyrir munaðarlaus börn í Afríkuríkinu Togo. Njörður hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir skáldskap sinn og störf að mannúðarmálum.