Þú ert hér://Áhætta, ákvarðanir og óvissa

Áhætta, ákvarðanir og óvissa

Höfundur: Þórður Víkingur Friðgeirsson

Í bókinni Áhætta, ákvarðanir og óvissa eftir Þórð Víking Friðgeirsson er fjallað á greinargóðan hátt um áætlanagerð og ákvörðunartöku. Á tímum ört vaxandi hraða og óvissu skipta áhættustjórnun og ákvörðunargreining sköpum til að fækka óvönduðum ákvörðunum, hvort heldur er í einkareknum fyrirtækjum eða opinbera geiranum, og tryggja þannig sem besta útkomu.

Hér eru þau grundvallaratriði, sem ber að hafa í huga þegar taka þarf vel ígrundaða ákvörðun, sett fram á aðgengilegan hátt. Fjallað er um margvísleg tölfræðileg verkfæri sem geta gagnast stjórnendum en jafnframt um gildrur sem jafnvel reyndustu menn geta fallið í. Í bókinni eru kenndar aðferðir til að hagnast fjárhagslega, lækka kostnað, greina aðalatriði frá aukaatriðum og taka rökréttar ákvarðanir eftir að búið er að greina viðfangsefnið í þaula og finna þann valkost sem öll rök hníga til að sé sá besti.

Þetta er bók sem veitir aðgang að þekkingu sem getur ráðið úrslitum og tryggt betri og ábatasamari framtíð.

JPV útgáfa gefur bókina út í samstarfi við Háskólann í Reykjavík.

 

Verð 6.220 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda-2008 Verð 6.220 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

Eftir sama höfund