ÖNNUR BÓKIN um hinn hugsandi Albert. Síðasta vor kom út bók þar sem Albert velti fyrir sér hvað heimurinn væri stór; nú kemur hann þreyttur heim eftir langan skóladag og hefur varla tíma til að leika, né borða, né fara í bað … en þegar hann er kominn í háttinn veltir hann fyrir sér hvernig allt fram streymir. Endalaust.