Höfundur: Helgi Sigurðsson

Saga Alla Rúts er óvenjuleg.

Lesblindur drengur flosnar upp úr námi á Siglufirði og verður einn mesti braskarinn á Íslandi; rekur hér stærstu bílasöluna, flytur út hesta í tugatali og kemur sér í og úr vandræðum eins og honum væri borgað fyrir það.

Kannski var það líka reyndin, hver veit.