Höfundur: Hjörtur Marteinsson

Alzheimer-tilbrigðin hlutu Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2014. Úr umsögn dómnefndar: Ljóðabókin Alzheimer-tilbrigðin eftir Hjört Marteinsson hefur sérkennilegt og seiðandi aðdráttarafl […] Tónn bókarinnar er gráglettinn, hlýr, mjúkur og allt að því angurvær og höfundur miðlar vel þeirri þokukenndu tilfinningu sem hlýtur að fylgja því að horfa upp á ástvin sinn hverfa inn í völundarhús hugans, án mikillar vonar um endurkomu.