Höfundur: G. S. Motola

An Equal Difference var þrjú ár í smíðum. Hún er afurð samtala höfundarins við fjölbreyttan hóp fólks í íslensku þjóðfélagi. Hún er safn af sögum og ljósmyndum, myndræn athugun á nútímasamfélagi á Íslandi.

Meginþema bókarinnar er jöfnuður, hvort sem það er í bankakerfinu, umhverfinu, listaheiminum eða á milli kynja og hún samanstendur af 18 ritgerðum og 165 ljósmyndum.

Meðal viðmælenda í bókinni eru Andri Snær Magnason, Margrét Pála, Katrín Jakobsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir, Hugleikur Dagsson, Amal Tamini, Gunnar Nelson og margir fleiri.