Var Mathilda Gillespie myrt eða framdi hún sjálfsmorð með of stórum skammti af lyfjum og skar sig síðan á púls? Af hverju var höfuð hennar læst í hið forna pyntingartól, tungubeislið, og krýnt netlum og fagurfíflum þar sem hún lá afskræmd í baðkerinu?

Lögreglan er sannfærð um að þetta sé sjálfsmorð. Nánustu ættingja Mathildu telja að veikindi hafi knúið hana til að stytta sér aldur. En læknir hennar leyfir sér að efast, enda er ljóst að flestir íbúar í þorpinu hötuðu hina látnu og vildu hana jafnvel feiga. Brátt fara að spinnast sögur um lækninn, ekki síst eftir að erfðaskrá Mathildu er gerð opinber.

Minette Walters hefur unnið til allra helstu verðlauna sem sakamálahöfundum standa til boða í Bretlandi m.a. var Andlit óttans valin sakamálasaga ársins þar í landi er hún kom út.

Sverrir Hólmarsson þýddi.