Höfundur: Lárus Jóhannsson

Tómas Guðmundsson, sem kallaði sig Tómas Geirdæling og hlaut viðurnefnið víðförli, var allslaus förumaður á Vestfjarðakjálkanum á síðari hluta 19. aldar. 
Þessi umkomulausi maður úr Austur-Barðastrandarsýslu má teljast eitt af bestu alþýðuskáldum sinnar tíðar þó að kveðskapur hans hafi fram til þessa verið flestum óþekktur. Barn að aldri missti Tómas móður sína og lenti á sveit. Við ferminguna gaf presturinn drengnum þennan vitnisburð: Greindur, gáfaður og náttúrugóður, gæddur sögu- og náttúrugáfum.