Höfundur: Halla Ósk Heiðmarsdóttir

Ár eftir ár er minningalaupur þar sem bókareigandi skráir dýrmætar minningar sem og hversdagsleg augnablik á hverjum degi, ár eftir ár á meðan pláss leyfir. Hönnuður er Halla Ósk Heiðmarsdóttir á Selfossi.

Í bókinni er ein síða fyrir hvern dag ársins. Eigandi bókarinnar velur augnablik eða liðnar minningar frá deginum, merkir inn ártalið og getur þannig bætt við fleiri minningum frá sama degi í mörg ár. Í hvert sinn sem minningu er bætt inn á daginn, lítur maður yfir liðin augnablik og nýtur þess að eiga bók fulla af dýrmætum augnablikum, sem hægt er að ylja sér yfir og fletta um ókomin ár.