Höfundur: Áslaug Björt Guðmundardóttir

Undir merkjum jákvæðrar sálfræði hafa verið gerðar margar rannsóknir síðustu ár á því hverjir eru helstu áhrifaþættir lífshamingju. Í ljós hefur komið að ákveðnir eiginleikar eða dyggðir skipta þar mestu máli, s.s. bjartsýni, þakklæti og nægjusemi.

Einnig skipta sjálfstraust og sjálfsþekking miklu máli og að leggja áherslu á styrkleika sína fremur en veikleika. Auk þess eykur það hamingju fólks að sinna athöfnum sem ýta undir andlega og líkamlega vellíðan, eins og að nærast og hvílast vel, hreyfa sig daglega, njóta samveru við aðra o.s.frv.

Árið mitt 2018 er sjálfsræktarbók í formi dagbókar fyrir allt árið. Hún auðveldar þér að taka markviss skref á árinu til aukinnar sjálfsþekkingar, gleði og hamingju.

Í bókinni er að finna hamingjuhjól fyrir árið og tólf hamingjulykla, einn fyrir hvern mánuð ársins. Dagbók fyrir hverja viku myndar umgjörð um loforð þín, leiðir, bestu stundirnar, áskoranir, hugleiðingar og þakklæti.

Árið mitt er einstök og falleg gjöf – handa þér og þeim sem þér þykir vænt um.