Artemis Fowl – tímaþversögnin eftir Eoin Colfer er sjötta bókin í þessum æsispennandi bókaflokki. Artemis Fowl er enginn venjulegur drengur og lendir stöðugt í svæsnum ævintýrum. En þegar móðir hans veikist hastarlega eru góð ráð dýr. Hún skyldi þó aldrei hafa smitast af galdratæringu?

Artemis leggur allt í sölurnar til að bjarga móður sinni og þótt það kosti furðulegt ferðalag aftur í tímann og ómældar raunir gefst hann aldrei upp. Eina meðalið sem getur komið móður hans til bjargar er nefnilega heilavökvi úr útdauðri skepnu, silkilemúranum.

Samtök aldrauðasinna, með doktor Kronski í fararbroddi, og ýmis undarleg öfl reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að Artemis nái lemúranum, og allt bendir til að það muni takast. Artemis virðist hafa heppnina með sér – en það kemur babb í bátinn!

Karl Emil Gunnarsson þýddi

„Þetta er sjötta bókin sem ég les um Artemis Fowl og alltaf skemmti ég mér jafn vek ... Þetta er hörkuævintýri ... Eoin Colfer hefur alveg ótrúlegt ímyndunarafl ... mér finnst þetta bækur fyrir alla aldurshópa.“
* * * * (fjórar stjörnur)
Helga Magnúsdóttir / DV

[domar]

„Sjötta sagan um Artemis Fowl er óblandin skemmtilesning ...
Ef þú hefur ekki lesið hinar fimm ertu að missa af miklu.“
The Scotsman

„Colfer í essinu sínu og blandar saman húmor, göldrum og hröðum og spennandi söguþræði. Snillingur í að halda lesendum í stöðugri spennu.“
Kidsreads.com

[/domar]