Þú ert hér://Ástargaldrar

Ástargaldrar

Höfundar: Jón Jónsson, Rakel Pálsdóttir

Í bókinni er birt úrval ástargaldra víða að úr Evrópu og nokkrar skemmtilegar sögur af ástargöldrum. Sumt af því byggist á sögulegum heimildum, en annað eru hreinræktaðar þjóðsögur.

Allt frá örófi alda hefur það verið helsta umhugsunarefni ungra stúlkna og pilta hvernig þau geti haft áhrif á hitt kynið og vakið hjá því löngun í náin kynni. Og þegar öll hefðbundin ráð til að heilla hitt kynið bregðast freistast sumir til að beita galdri, reyna að virkja dulda krafta sér til hjálpar og fá sjálf náttúruöflin í lið með sér.

Bókin er hugsuð til skemmtunar og lesendum ráðlagt að umgangast galdra þessa með mikilli varúð. Útgefandi ábyrgist auk heldur ekki að galdrarnir virki en heldur ekki að þeir virki ekki.

Rakel Pálsdóttir og Jón Jónsson tóku bókina saman og rituðu inngang.

Verð 945 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 0 2005 Verð 945 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

Eftir sömu höfunda