Höfundur: Javier Marías

María er vön að fá sér morgunmat á kaffihúsi í Madrid áður en hún fer til vinnu sinnar. Það gera Miguel og Luisa líka, glaðlynd og ástfangin hjón sem María hefur unun af að fylgjast með og lítur á sem hið fullkomna par. En dag einn hætta þau að koma því að hryllilegur atburður hefur gerst.

Ást, dauði, sannleikur og lygi í sinni óbærilega flóknu og miskunnarlausu mynd eru meginviðfangsefni þessarar nýju skáldsögu eftir Javier Marías.

Þýðandi er Sigrún Ástríður Eiríksdóttir.