Atlaskortin eru ómissandi ferðafélagar fyrir alla þá sem hyggja á ferð um landið. Þau eru fáanleg öll saman í glæsilegri öskju sem hentar vel til gjafa og ferðalaga.

Atlaskortin eru án efa einn viðamesti flokkur korta af Íslandi sem út hefur komið. Landið allt, frá hæstu tindum til annesja og eyja, er sýnt á 31 stórbrotnu korti í mælikvarðanum 1:100 000.

Með stafrænni kortatækni eru svipbrigði landsins sýnd með ótrúlegri nákvæmni svo hvert mannsbarn skynjar hæð fjalla, dýpt dala og víðáttur öræfanna líkt og flogið væri yfir.

  • 43.000 örnefni
  • Alls 31 kort saman í öskju
  • GPS-mældir vegir og slóðar
  • Allar skýringar á íslensku, ensku, þýsku og frönsku

Til marks um nákvæmni kortanna má geta þess að ef þeim er öllum skeytt saman í eitt kort þekja þau 17 fermetra vegg.

Kortin er unnin af Hans H. Hansen landfræðingi, sem hlotið hefur fjölda verðlauna fyrir kortagerð sína, m.a. fyrir kortabók Máls og menningar og Íslandsatlas, en atlaskortin byggja á því mikla verki.

Askjan er 15 cm hæð og dýpt en 27 cm á breidd.