Barn verður til

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2004 2.065 kr.
spinner

Barn verður til

2.065 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2004 2.065 kr.
spinner

Um bókina

Þetta sígilda og heimskunna verk Lennarts Nilsson var fyrst gefið út 1965 og vakti þegar í stað mikla athygli vegna ljósmyndanna af þróun fósturs í móðurkviði. Allar götur síðan hefur verkið komið út í nýjum útgáfum og ótal upplögum. Bókin hefur verið þýdd á 20 tungumál og selst í milljónum eintaka. Um allan heim hefur fólk eignast hlut í þessari einstöku sögu lífsins og aragrúi verðandi foreldra hefur stuðst við bókina á meðgöngunni.

Undrið gerist í líkama konunnar – sáðfruma finnur eggfrumu og nýtt líf kviknar. Bókin Barn verður til lýsir stórkostlegu ferli, allt frá getnaðinum til töfrastundarinnar þegar barnið fæðist.

Snilli Lennarts Nilsson felst í því að gera hið ósýnilega sýnilegt. Einstæðar myndir hans færa lesendur inn í huliðsheimana þar sem ný mannvera verður til: sáðfruma brýst inn í eggið og fáum vikum síðar hefur þroskast í legi móðurinnar örsmátt fóstur í mannsmynd. Í máli og myndum fá lesendur að fylgjast með þroska fóstursins skref fyrir skref alla meðgönguna og hvernig það býr sig undir að mæta heiminum.

Prófessor Lars Hamberger hefur unnið lengi með Lennart Nilsson. Hann greinir frá nýjustu rannsóknum varðandi getnað, fósturþroska og meðgöngu og miðlar glöggum upplýsingum til verðandi foreldra um eftirlit með meðgöngunni og gildi heilbrigðs umhverfis og lífshátta fyrir heilsu ófædda barnsins.

Þessi útgáfa verksins er sú fjórða í röðinni og gerbreytt frá fyrri gerðum. Þetta er jafnframt fyrsta útgáfa verksins á íslensku. Nær allar myndirnar eru nýjar, þó sumar hinna sígildu fái að vera með áfram. Getnaðinum er lýst enn nánar en fyrr en vísindamönnum hefur enn ekki tekist að skýra allt sem þar ber fyrir augu. Nýjar myndir sýna heilann og hjartað í þann mund sem þessi mikilvægustu líffæri líkamans byrja að starfa og þrívíðar sónarmyndir sýna áður óþekktar hliðar á veröld fóstursins.

Barn verður til sameinar það að vera sjónrænt ævintýri og glögg handbók sem veitir verðandi foreldrum ráð og leiðbeiningar um meðgöngu og fæðingu. Jafnframt er fjallað um hvernig náttúrunni er veitt liðsinni með glasafrjóvgunum.

Þýðandi er Guðrún Svansdóttir.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning