Barnið í ferðatöskunni

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2010 339 990 kr.
spinner

Barnið í ferðatöskunni

990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2010 339 990 kr.
spinner

Um bókina

Nína er hjúkrunarkona og vinnur fyrir Rauða krossinn í Danmörku. Hún starfar einkum við umönnun flóttamanna og hirðir þá ekki um hvort þeir eru löglegir eða ólöglegir í landinu. Hún hefur þurft að horfa upp á átakanlegt ofbeldi, misnotkun og mansal án þess að geta mikið við því gert annað en veita þá hjálp sem hún má. En þegar hún finnur lítinn dreng í ferðatösku á Aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn, samanbrotinn eins og skyrtu en lifandi, getur hún ekki látið hann strax í hendur yfirvalda. Hún verður fyrst að komast að því hver hann er, hvaðan hann kom og hvort hann á mömmu. Það reynist lífshættuleg ákvörðun.

Barnið í ferðatöskunni eftir Lene Kaaberbøl og Agnete Friis fékk Harald Mogensen-verðlaunin sem besta danska spennusagan 2008 og var tilnefnd til Glerlykilsins 2009. Ólöf Eldjárn þýddi.

Lene Kaaberbøl og Agnete Friis eru báðar þekktir barnabókahöfundar, einkum þó Lene. Til dæmis hafa sögur hennar um dóttur ávítarans komið út á íslensku. Barnið í ferðatöskunni er fyrsta glæpasaga þeirra og fyrsta sagan af þrem sem þær hyggjast skrifa um djörfu hugsjónakonuna Ninu Borg.

****
„Smellur ársins“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

Höfundarnir halda vel utanum þá ólíku þræði sem spinna söguna og bókin er bæði spennandi sem glæpasaga og athyglisverð fyrir þau samfélagslegu málefni sem hún tekur til, auk þess sem persóna Nínu er sláandi sterk ímynd fyrir þá togstreitu sem margir vesturlandabúar upplifa í dag.

Úlfhildur Dagsdóttir /

„Úrvalskrimmi.“
Jenný Anna Baldursdóttir / eyjan.is

„… eðalreyfara til að gleypa í einum bita“. „Ég gat ekki lagt bókina frá mér og mun hiklaust mæla með henni … „sagan [er] vel uppbyggð; hröð og trúverðug og persónusköpun góð…“
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið

„Sjálfsöruggur og beittur tryllir á svimandi hraða.”
Jyllands-Posten

„Hárfínt spunninn söguþráður sem kemur á óvart þegar öllum lögum atburðarásarinnar hefur verið flett ofan af honum.“
Politiken

„Áhrifarík spennusaga með óvægnum skotum á danskt samfélag.“
Metroexpress

„Barnið er prýðilega framborin afþreying, sannfærandi persónugallerí … Plottið er sannfærandi og vel undirbyggt og atburðarásin látlaus, þýtur áfram á hraðri framvindu að endalokum sem vofa yfir lesendum.“
PBB / Fréttatíminn

 

 

Tengdar bækur

Villinorn 3 - Hefnd Kímeru
990 kr.
Villinorn: Blóð Viridíönu
990 kr.
Villinorn: Eldraun
2.590 kr.
Dauði næturgalans
490 kr.990 kr.
Hægur dauði
490 kr.
490 kr.
490 kr.
490 kr.
komdu ad veida
2.990 kr.
2.090 kr.
crawling beast skriðjöklar
7.290 kr.
3.590 kr.
3.790 kr.
2.090 kr.
5.990 kr.9.290 kr.

INNskráning

Nýskráning