Höfundur: Arthur Conan Doyle

Hér segir frá kunnasta rannsóknarmanni bókmenntanna, Sherlock Holmes. Óhugnanlegur vítishundur virðist hafa grandað óðalsbóndanum Karli Baskerville en er allt sem sýnist? Til þess að komast að því ferðast Sherlock Holmes og félagi hans, Watson læknir, til Dartmoor þar sem ýmislegt dularfullt leynist í þokunni. Í bókinni er þessi magnaða sakamálasaga stytt og endursögð, glæsilega myndskreytt og aukin margs konar fróðleik um samtíma og sögusvið.