Beðið eftir barni – hvers má vænta á meðgöngunni?

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2010 544 5.190 kr.
spinner

Beðið eftir barni – hvers má vænta á meðgöngunni?

5.190 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2010 544 5.190 kr.
spinner

Um bókina

Beðið eftir barni – hvers má vænta á meðgöngunni? eftir Heidi Murkoff og Sharon Mazel er gríðarlega yfirgripsmikil og ítarleg bók um allt sem snertir meðgöngu og barnsfæðingu; einstök og ómissandi stoð fyrir verðandi foreldra. Meðgangan er rakin viku fyrir viku og greint frá þroska fósturs og breytingum á líkama móðurinnar. Ýmsum meðgöngukvillum er lýst og bent á leiðir til að halda þeim í skefjum, rætt um hvers kyns áhyggjur og vandamál og enn fremur um alvarlegri veikindi sem haft geta áhrif á meðgönguna. Fæðingunni sjálfri er lýst stig af stigi og gefin góð ráð um undirbúning og hvernig takast megi á við óvænt atvik; einnig er rætt um keisaraskurði og fjölburafæðingar. Þá er fjallað um samband móður og barns fyrstu dagana, upphaf brjóstagjafar og líðan og tilfinningar nýbakaðra foreldra.

Bók sem lætur sér fátt óviðkomandi:
• Næring, lífshættir og heilsa verðandi móður
• Meðgöngukvillar, stórir og smáir
• Kvíði, óöryggi, tilhlökkun, vonir og væntingar
• Stóra stundin; þegar barnið kemur í heiminn
• Spurningar og svör um allt milli himins og jarðar …

Beðið eftir barni er margreynd meðgöngubiblía sem hefur selst í milljónum eintaka erlendis og verið gefin út hvað eftir annað – loksins komin í íslenskri þýðingu! Bókin er löguð að íslenskum aðstæðum í samráði við Önnu Sigríði Vernharðsdóttur ljósmóður sem jafnframt ritar formála. Eva S. Ólafsdóttir þýddi.


„… skemmtilega skrifuð og hlutirnir settir í skemmtilegt ljós þar sem ekki er einblínt á boð og bönn, heldur hinn gullna meðalveg.“ 
Guðrún Helgadóttir / Vikan

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning