Þú ert hér://Bernskan

Bernskan

Höfundur: Guðbergur Bergsson

Bernskan er skáldævisaga Guðbergs Bergssonar, innileg og heillandi frásögn þar sem Guðbergur rifjar upp bernskuár sín í Grindavík, leitar uppi horfna tíma og staði og segir sögu þeirra með augum fullorðins manns sem sér sjálfan sig gegnum foreldra sína og umhverfið sem ól hann. Hér er dregin upp ógleymanleg mynd af veröld sem var; af fátæku fólki og auðugu mannlífi, andblæ þorpsins og dulmagni bernskunnar.

Skáldævisagan kom upphaflega út í tveimur bindum, Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar og Eins og steinn sem hafið fágar. Fyrir fyrri bókina hlaut Guðbergur íslensku bókmenntaverðlaunin 1997 og hin var tilnefnd ári síðar. Báðar voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2000. Guðbergur hefur hlotið fjölda annarra viðurkenninga fyrir verk sín, meðal annars verðlaun Sænsku bókmenntaakademíunnar 2004.

Verð 2.290 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 719 2008 Verð 2.290 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / / / /

3 umsagnir um Bernskan

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Skáldævisaga Guðbergs Bergssonar er full af kröftugum myndum og sterkum sögum … um tímann og eilífðina, líf og dauða, menningu og náttúru, konuna og karlmanninn, fegurð og ljótleika, von og örvæntingu. Ljóðrænn texti þessara mynda meitlast í huga lesandans.“
  Andreas Breitenstein / Neue Zürcher Zeitung

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Tónar Guðbergs Bergssonar eru tærir, gegnsæir og töfrandi fegurð þeirra suðar í höfði manns.“
  Wolfgang Müller / Die Tagezeitung

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Mesta bókmenntaverk sem hefur komið út á Íslandi í nokkra áratugi … Stórbrotnar lýsingar og dýptin í þessu er alveg ótrúleg.“
  Egill Helgason / Kiljan

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *